Tap í Tallinn kom ekki að sök

Þórarinn Ingi Valdimarsson með boltann í fyrri leik liðanna.
Þórarinn Ingi Valdimarsson með boltann í fyrri leik liðanna. mbl.is//Hari

Stjarnan er komin áfram í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir 1:0-tap gegn Nömme Kalju á Kadriorg-leikvanginum í Tallinn í Eistlandi.

Stjarnan vann fyrri leikinn 3:0-í Garðabænum og lét liðið sér nægja að liggja aftarlega í dag og spila þéttan og góðan varnarleik. Það dugði mestmegnis til gegn nokkuð bitlausum heimamönnum sem sköpuðu sér fá afgerandi færi yfir einvígin tvö.

Guðjón Baldvinsson átti eitt besta færi leiksins er hann fékk boltann inn í teig frá Daníel Laxdal. Hann lék á nokkra varnarmenn Kalju áður en hann skaut yfir markið af stuttu færi en undir lok leiks tókst Eistunum loks að brjóta ísinn.

Alex Matthias Tamm skoraði þá eftir nokkuð klafs í teignum við Harald Björnsson í marki Stjörnunnar á 88. mínútu en það kom ekki að sök þar sem heimamenn komust ekki nær því að jafna metin í einvíginu.

Stjarnan mætir annaðhvort FC Köbenhavn frá Danmörku eða KuPS Kuopio frá Finnlandi sem mætast einnig í dag. Danirnir unnu fyrri leikinn á útivelli, 1:0.

Nömme Kalju 1:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma. Heimamenn þurfa tvö mörk í viðbót til að kreista fram framlengingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert