Þróttarar ekki í vandræðum

Frá Eimskipsvellinum í kvöld. Viktor Jónsson (t.h.).
Frá Eimskipsvellinum í kvöld. Viktor Jónsson (t.h.). mbl.is/Arnþór

Þróttur vann öruggan 3:0-sigur á Njarðvík á Eimskipsvellinum í kvöld í 12. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu.

Það var fátt um fína drætti framan af leik og markalaust í hálfleik en heimamenn voru ekki lengi að brjóta ísinn eftir hlé. Jasper Van Der Heyden gerði það strax á 47. mínútu og litu Þróttarar ekki til baka. Viktor Jónsson tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar með níunda deildarmarki sínu í sumar og Kristófer Konráðsson innsiglaði svo sigurinn eftir rúman klukkutíma leik.

Þróttarar endurheimta þar með fimmta sætið sem þeir misstu til Framara í gær en liðin hafa nú bæði leikið 12 sinnum. Þróttarar hafa 19 stig og Framarar 17 en þessi Reykjavíkurlið mætast á Laugardalsvellinum í næstu umferð. Njarðvíkingar eru áfram fastir í botnbaráttunni með tíu stig í 10. sæti.

Markaskorarar fengnir af urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert