Breytingar á íslensku liðunum - lokadagur

Dagný Brynjarsdóttir er komin á ný til liðs við Selfyssinga, …
Dagný Brynjarsdóttir er komin á ný til liðs við Selfyssinga, eftir að hafa leikið með Portland Thorns í tvö ár og verið í barneignafríi fyrri hluta ársins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Opið var fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum frá 15. júlí en 31. júlí var síðasti dagurinn á þessu keppnistímabili þar sem íslensku meistaraflokksliðin gátu fengið til sín nýja leikmenn.

Mbl.is hefur fylgst með þeim breytingum sem hafa orðið á liðunum í Pepsi-deildum karla og kvenna og Inkasso-deildum karla og kvenna á þessum sextán dögum og þessi frétt hefur verið uppfærð jafnt og þétt á þeim tíma. 

Lokað var fyrir félagaskiptin á miðnætti 31. júlí en skráningar á þeim voru lengur í gangi, auk þess sem lengra svigrúm er fyrir staðfestingar á skiptum erlendis frá, og fréttin er því uppfærð áfram á meðan ný skipti bætast við.

Félagaskipti sem gengu í gegn á meðan félagaskiptaglugginn var lokaður eru líka talin með en heimilt er að kalla leikmenn til baka úr láni á meðan lokað er fyrir önnur skipti, ásamt því að leikmenn geta gengið til liðs við erlend félög utan gluggans.

Nýjustu félagaskiptin:

  8.8. Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns (Bandar.) - Selfoss
  8.8. Jesús Álvarez, Malaka (Spáni) - Víkingur Ó.
  4.8. Sophie O'Rourke, Reading (Englandi) - Grindavík
  3.8. Sveinn Aron Guðjohnsen, Breiðablik - Spezia (Ítalíu)
  3.8. Diogo Coelho, Cova Piedade (Portúgal) - ÍBV
  2.8. Megan Buckingham, Bandaríkin - FH
  1.8. Ana Lucia Dos Santos, Afturelding/Fram - Augnablik
  1.8. Nadía Atladóttir, Fjölnir - FH (úr láni)
  1.8. Elías Rafn Ólafsson, Breiðablik - Midtjylland (Danmörku)
  1.8. Hlíf Hauksdóttir, Valur - ÍBV (lán)
  1.8. Aron Kári Aðalsteinsson, Breiðablik - Keflavík (lán)
  1.8. Helgi Þór Jónsson, Njarðvík - Keflavík
  1.8. Anton Freyr Ársælsson, Leiknir R. - Fjölnir (úr láni)
  1.8. Páll Sindri Einarsson, Kári - ÍA
  1.8. Aron Freyr Róbertsson, Keflavík - Haukar
  1.8. Aldís Kara Lúðvíksdóttir, FH - Breiðablik
  1.8. Ásgeir Elíasson, KFS - ÍBV (úr láni)
  1.8. Jóhann Helgi Hannesson, Grindavík - Þór
  1.8. Zeiko Lewis, FH - HK (lán)
  1.8. Tatiana Saunders, FH - ÍR (lán)
  1.8. Hlynur Hauksson, Þróttur R. - Augnablik
  1.8. Hanna Marie Barker, FH - ÍR (lán)
  1.8. Hilmar Rafn Emilsson, Augnablik - Haukar
  1.8. Páll Olgeir Þorsteinsson, Augnablik - Þróttur R.
  1.8. Alexander Helgi Sigurðarson, Víkingur Ó. - Breiðablik (úr láni)
  1.8. Aron Ýmir Pétursson, ÍA - Selfoss (lán)
  1.8. Filippa Karlberg, Eneby (Svíþjóð) - Afturelding/Fram
  1.8. Wincent Weijl, Samtredia (Georgíu) - ÍA
  1.8. Amanda Mist Pálsdóttir, Hamrarnir - Afturelding/Fram
  1.8. Halldóra B. Sigfúsdóttir, Fjarðab/Höttur/Leiknir - Selfoss
  1.8. Tara Björk Gunnarsdóttir, Haukar - Tindastóll
  1.8. Halldór Arnarsson, Hercules (Hollandi) - ÍR
31.7. Egill Darri Makan, FH - Þróttur R. (lán)
31.7. Óskar Jónsson, Breiðablik - Þróttur R. (lán)
31.7. Jökull Steinn Ólafsson, Einherji - Fram
31.7. Ágúst Leó Björnsson, ÍBV - Keflavík (lán)
31.7. Ísabella Anna Húbertsdóttir, Valur - Fjölnir (lán)
31.7. Kristján Atli Marteinsson, Magni - Afturelding
30.7. Teitur Magnússon, FH - Þróttur R. (lán)
30.7. Karen María Sigurgeirsdóttir, Hamrarnir - Þór/KA (úr láni)
30.7. Jesús Suárez, Leiknir F. - ÍR
30.7. Ivan Aleksic, KR - Keflavík (lán)
30.7. Víðir Þorvarðarson, Þróttur R. - ÍBV
29.7. Geoffrey Castillion, FH - Víkingur R. (lán)
28.7. Elísabet Guðmundsdóttir, Fjölnir - KR
28.7. Ivan Aleksic, Novigrad (Króatíu) - KR
28.7. Ástrós Eiðsdóttir, ÍR - Fjölnir
28.7. Felix Örn Friðriksson, ÍBV - Vejle (Danmörku)
28.7. Ólafur Hrannar Kristjánsson, Þróttur R. - Leiknir R.

Öll félagaskipti liðanna í efstu deildum karla og kvenna frá því glugganum var lokað um miðjan maímánuð. Dagsetningin á við um þann dag sem viðkomandi fær leikheimild:

PEPSI-DEILD KARLA


STJARNAN

Komnir:
21.7. Máni Austmann Hilmarsson frá ÍR (úr láni - fór í HK 21.7.)
22.6. Jóhann Laxdal frá KFG (úr láni)

Farnir:
18.7. Hörður Árnason í HK

VALUR

Komnir:
19.7. Sebastian Hedlund frá Kalmar (Svíþjóð)
  2.6. Arnar Sveinn Geirsson frá KH (úr láni)

Danski framherjinn Thomas Mikkelsen er kominn í raðir Breiðabliks frá …
Danski framherjinn Thomas Mikkelsen er kominn í raðir Breiðabliks frá Dundee United. mbl.is/Ómar Óskarsson

BREIÐABLIK

Komnir:
  1.8. Alexander Helgi Sigurðarson frá Víkingi Ó. (úr láni)
24.7. Óskar Jónsson frá ÍR (úr láni - lánaður í Þrótt R. 31.7.)
16.7. Thomas Mikkelsen frá Dundee United (Skotlandi)
13.6. Aron Kári Aðalsteinsson frá ÍR (úr láni - lánaður í Keflavík 1.8.)
13.6. Skúli E. Sigurz frá Leikni R. (úr láni - lánaður í ÍR 20.7.)

Farnir:
  3.8. Sveinn Aron Guðjohnsen í Spezia (Ítalíu)
  1.8. Elías Rafn Ólafsson í Midtjylland (Danmörku)
19.7. Hrvoje Tokic í Selfoss
11.7. Patrik S. Gunnarsson í Brentford (Englandi) (var í láni hjá ÍR)

Færeyski framherjinn Jákup Thomsen er kominn til FH í láni …
Færeyski framherjinn Jákup Thomsen er kominn til FH í láni frá Midtjylland í Danmörku. mbl.is/Ómar Óskarsson


FH

Komnir:
20.7. Jákup Thomsen frá Midtjylland (Danmörku) (lán)

Farnir:
Ófrágengið: Zeiko Lewis í HK (lán)
31.7. Egill Darri Makan í Þrótt R. (lán)
30.7. Teitur Magnússon í Þrótt R. (lán)
29.7. Geoffrey Castillion í Víking R. (lán)

KR

Komnir:
28.7. Ivan Aleksic frá Novigrad (Króatíu - lánaður í Keflavík 30.7.)
25.7. Valtýr Már Michaelsson frá KV (úr láni - lánaður í Gróttu 28.7.)
16.7. Hjalti Sigurðsson frá KV (úr láni)
22.6. Ástbjörn Þórðarson frá ÍA (úr láni - lánaður í Víking Ó. 18.7.)

Geoffrey Castillion er kominn aftur til Víkings en hann skoraði …
Geoffrey Castillion er kominn aftur til Víkings en hann skoraði 11 mörk fyrir liðið í Pepsi-deildinni í fyrra. Hann kemur í láni frá FH út tímabilið. mbl.is/Árni Sæberg

VÍKINGUR R.

Komnir:
29.7. Geoffrey Castillion frá FH (lán)

Farnir:
27.7. Kári Árnason í Genclerbirligi (Tyrklandi)
21.7. Vladimir Tufegdzic í KA
20.7. Logi Tómasson í Þrótt R. (lán)

GRINDAVÍK

Komnir:
21.7. Elias Tamburini frá Hostert (Lúxemborg)

Farnir:
  1.8. Jóhann Helgi Hannesson í Þór
24.7. Sigurður Bjartur Hallsson í GG (lán)
16.6. Juanma Ortiz í Lincoln (Gíbraltar)

Vladimir Tufegdzic er kominn til KA frá Víkingi í Reykjavík …
Vladimir Tufegdzic er kominn til KA frá Víkingi í Reykjavík þar sem hann hefur spilað frá 2015. Eggert Jóhannesson

KA

Komnir:
21.7. Vladimir Tufegdzic frá Víkingi R.

Farnir:
20.7. Ólafur Aron Pétursson í Magna (lán)
18.7. Sæþór Olgeirsson í Völsung (lán)

Víðir Þorvarðarson er kominn til ÍBV á nýjan leik eftir …
Víðir Þorvarðarson er kominn til ÍBV á nýjan leik eftir að hafa leikið síðast með Þrótti. mbl.is/Eggert Jóhannesson


ÍBV

Komnir:
  3.8. Diego Coelho frá Cova Piedade (Portúgal)
  1.8. Ásgeir Elíasson frá KFS (úr láni)
30.7. Víðir Þorvarðarson frá Þrótti R.
26.7. Henry Rollinson frá Þrótti R. (úr láni)

Farnir:
31.7. Ágúst Leó Björnsson í Keflavík (lán)
28.7. Felix Örn Friðriksson í Vejle (Danmörku)

FJÖLNIR

Komnir:
  1.8. Anton Freyr Ársælsson frá Leikni R. (úr láni)
22.7. Jökull Blængsson frá Haukum (úr láni)

Farnir:
24.7. Sigurpáll Melberg Pálsson í HK (lán)

Ólafur Ingi Skúlason er kominn aftur til Fylkis eftir fimmtán …
Ólafur Ingi Skúlason er kominn aftur til Fylkis eftir fimmtán ár í atvinnumennsku og var löglegur með liðinu frá og með 13. umferð. mbl.is/Hari

FYLKIR

Komnir:
19.7. Ólafur Ingi Skúlason frá Karabükspor (Tyrklandi)

Farnir:
24.7. Arnar Már Björgvinsson í Álftanes

KEFLAVÍK

Komnir:
  1.8. Aron Kári Aðalsteinsson frá Breiðabliki (lán)
  1.8. Helgi Þór Jónsson frá Njarðvík
31.7. Ágúst Leó Björnsson frá ÍBV (lán)
30.7. Ivan Aleksic frá KR (lán)
27.7. Adam Ægir Pálsson frá Selfossi (úr láni - fór í Víði 27.7.)
23.7. Tómas Óskarsson frá Víði (úr láni)

Farnir:
  1.8. Aron Freyr Róbertsson í Hauka
26.7. Jeppe Hansen í ÍA (lán)
25.7. Hörður Sveinsson í Reyni S.

INKASSO-DEILD KARLA

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK og Hörður Árnason sem er …
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK og Hörður Árnason sem er kominn til HK á ný eftir sjö ár í Stjörnunni. Ljósmynd/HK

HK

Komnir:
  1.8. Zeiko Lewis frá FH (lán)
24.7. Sigurpáll Melberg Pálsson frá Fjölni (lán)
21.7. Máni Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
18.7. Hörður Árnason frá Stjörnunni

Danski framherjinn Jeppe Hansen er kominn til Skagamanna í láni …
Danski framherjinn Jeppe Hansen er kominn til Skagamanna í láni frá Keflavík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

ÍA

Komnir:
  1.8. Páll Sindri Einarsson frá Kára
  1.8. Wincent Weijl frá Samtredia (Georgíu)
26.7. Jeppe Hansen frá Keflavík (lán)

Farnir:
  1.8. Aron Ýmir Pétursson í Selfoss (lán)
22.6. Ástbjörn Þórðarson í KR (úr láni)

Ástbjörn Þórðarson er kominn til Víkings í Ólafsvík sem lánsmaður …
Ástbjörn Þórðarson er kominn til Víkings í Ólafsvík sem lánsmaður frá KR en hann var hjá ÍA fyrri hluta tímabilsins. mbl.is/Árni Sæberg

VÍKINGUR Ó.

Komnir:
  8.8. Jesús Álvarez frá Malaka (Spáni)
26.7. Guyon Philips frá Oss (Hollandi)
21.7. Kristján Pétur Þórarinsson frá Þrótti V.
18.7. Ástbjörn Þórðarson frá KR (lán)

Farnir:
  1.8. Alexander Helgi Sigurðarson í Breiðablik (úr láni)
22.6. Pape Mamadou Faye í TB/FCS/Royn (Færeyjum)

ÞÓR

Komnir:
  1.8. Jóhann Helgi Hannesson frá Grindavík

ÞRÓTTUR R.

Komnir:
  1.8. Páll Olgeir Þorsteinsson frá Augnabliki
31.7. Egill Darri Makan frá FH (lán)
31.7. Óskar Jónsson frá Breiðabliki (lán)
30.7. Teitur Magnússon frá FH (lán)
20.7. Logi Tómasson frá Víkingi R. (lán)

Farnir:
  1.8. Hlynur Hauksson í Augnablik
30.7. Víðir Þorvarðarson í ÍBV
28.7. Ólafur Hrannar Kristjánsson í Leikni R.
27.7. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson í KV (lán)
27.7. Karl Brynjar Björnsson í Fram
27.7. Birgir Ísar Guðbergsson í KV (lán)
26.7. Henry Rollinson í ÍBV (úr láni)

Karl Brynjar Björnsson, varnarmaðurinn reyndi sem hefur verið fyrirliði Þróttar …
Karl Brynjar Björnsson, varnarmaðurinn reyndi sem hefur verið fyrirliði Þróttar undanfarin ár, er kominn til liðs við Framara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson


FRAM

Komnir:
31.7. Jökull Steinn Ólafsson frá Einherja
27.7. Karl Brynjar Björnsson frá Þrótti R.

Farnir:
Ófrágengið: Mikael Egill Ellertsson í SPAL (Ítalíu)
25.7. Magnús Snær Dagbjartsson í KH (lán)

Ólafur Hrannar Kristjánsson er kominn aftur til Leiknis eftir að …
Ólafur Hrannar Kristjánsson er kominn aftur til Leiknis eftir að hafa spilað með Þrótti í hálft annað ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

LEIKNIR R.

Komnir:
28.7. Ólafur Hrannar Kristjánsson frá Þrótti R.

Farnir:
  1.8. Anton Freyr Ársælsson í Fjölni (úr láni)
31.7. Halldór Kristinn Halldórsson í KB
21.7. Ágúst Freyr Hallsson í ÍR
18.7. Hilmar Þór Hilmarsson í Kórdrengi
13.6. Skúli E. Sigurz í Breiðablik (úr láni)

HAUKAR

Komnir:
  1.8. Aron Freyr Róbertsson frá Keflavík
  1.8. Hilmar Rafn Emilsson frá Augnabliki
  1.8. Gylfi Steinn Guðmundsson frá ÍH (úr láni)
19.7. Davíð Sigurðsson frá dönsku félagi
17.7. Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson frá Stjörnunni (lán - lék með Hugin)

Farnir:
22.7. Jökull Blængsson í Fjölni (úr láni)
21.7. Davíð Ingvarsson í Breiðablik (úr láni)
21.7. Baldvin Sturluson í KFG

ÍR

Komnir:
  1.8. Halldór Arnarsson frá Hercules (Hollandi)
30.7. Jesús Suárez frá Leikni F.
21.7. Ágúst Freyr Hallsson frá Leikni R.
21.7. Skúli E. Sigurz frá Breiðabliki (lán)

Farnir:
24.7. Óskar Jónsson í Breiðablik (úr láni)
21.7. Nile Walwyn í Tindastól
21.7. Máni Austmann Hilmarsson í Stjörnuna (úr láni)
17.7. Gylfi Örn Öfjörð í Víði
19.6. Patrik S. Gunnarsson í Breiðablik (úr láni)
13.6. Aron Kári Aðalsteinsson í Breiðablik (úr láni)

Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic er kominn til Selfyssinga frá Breiðabliki. …
Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic er kominn til Selfyssinga frá Breiðabliki. Hann hefur leikið hér á landi í þrjú ár, hálft annað ár með Víkingi í Ólafsvík og hálft annað með Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

SELFOSS

Komnir:
  1.8. Aron Ýmir Pétursson frá ÍA (lán)
19.7. Hrvoje Tokic frá Breiðabliki

Farnir:
27.7. Adam Ægir Pálsson í Keflavík (úr láni)
15.7. Toni Espinosa í Þrótt Vogum

NJARÐVÍK

Komnir:
24.7. James Dale frá Brechin City (Skotlandi)
18.7. Pawel Grudzinski frá Víði

Farnir:
  1.8. Helgi Þór Jónsson í Keflavík
  1.8. Unnar Már Unnarsson í Reyni S.
15.7. Atli Freyr Ottesen í Álftanes

MAGNI

Komnir:
21.7. Jón Alfreð Sigurðsson frá Stjörnunni (lán)
20.7. Ólafur Aron Pétursson frá KA
18.7. Marinó Snær Birgisson frá Fjarðabyggð

Farnir:
31.7. Kristján Atli Marteinsson í Aftureldingu

PEPSI-DEILD KVENNA


BREIÐABLIK

Komnar:
  1.8. Aldís Kara Lúðvíksdóttir frá FH
30.7. Berglind Baldursdóttir frá Haukum (úr láni)
24.7. Hildur Antonsdóttir frá HK/Víkingi (úr láni)
24.7. Hildur Þóra Hákonardóttir frá Augnabliki (úr láni)
14.7. Fanney Einarsdóttir frá KR (úr láni - lánuð í Augnablik 16.7.)

ÞÓR/KA

Komnar:
30.7. Karen María Sigurgeirsdóttir frá Hömrunum (úr láni)
25.7. Stephanie Bukovec frá Zwolle (Hollandi)

Farnar:
24.7. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í ÍBV (lán)

Fanndís Friðriksdóttir er orðin leikmaður Vals en hún lék með …
Fanndís Friðriksdóttir er orðin leikmaður Vals en hún lék með Marseille í vetur og áður með Breiðabliki. Ljósmynd/Valur

VALUR

Komnar:
18.7. Selma Dögg Björgvinsdóttir frá FH (lán)
18.7. Fanndís Friðriksdóttir frá Marseille (Frakklandi)
30.6. Eva María Jónsdóttir frá Grindavík (úr láni)

Farnar:
  1.8. Hlíf Hauksdóttir í ÍBV (lán)
31.7. Ísabella Anna Húbertsdóttir í Fjölni (lán)

Sigrún Ella Einarsdóttir er komin aftur í Stjörnuna eftir eitt …
Sigrún Ella Einarsdóttir er komin aftur í Stjörnuna eftir eitt tímabil með Fiorentina í ítölsku A-deildinni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

STJARNAN

Komnar:
27.7. Nótt Jónsdóttir frá ÍR (úr láni)
17.7. Sigrún Ella Einarsdóttir frá Fiorentina (Ítalíu)

ÍBV

Komnar:
  1.8. Hlíf Hauksdóttir frá Val (lán)
24.7. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir frá Þór/KA (lán)

GRINDAVÍK

Komnar:
  4.8. Sophie O'Rourke frá Reading (Englandi)
24.7. Lísbet Stella Óskarsdóttir frá Haukum
17.7. Madeline Keane frá Catania (Ítalíu)

Farnar:
Ófrágengið: Rílany Silva í Atlético Madrid (Spáni)
30.6. Eva María Jónsdóttir í Val (úr láni)

Kader Hancar er 18 ára tyrkneskur framherji sem hefur gengið …
Kader Hancar er 18 ára tyrkneskur framherji sem hefur gengið frá félagaskiptum til HK/Víkings í Pepsi-deild kvenna.

HK/VÍKINGUR

Komnar:
15.7. Kadar Hancar frá Konak Belediyespor (Tyrklandi)

Farnar:
24.7. Hildur Antonsdóttir í Breiðablik (úr láni)
19.7. Natalía Reynisdóttir í Þrótt R.
18.7. María Soffía Júlíusdóttir í Þrótt R.
  7.7. Kristina Maksuti í svissneskt félag

SELFOSS

Komnar:
  8.8. Dagný Brynjarsdóttir frá Portland Thorns (Bandaríkjunum)
  1.8. Halldóra Birta Sigfúsdóttir frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
21.7. Grace Rapp frá Bandaríkjunum

KR

Komnar: 
28.7. Elísabet Guðmundsdóttir frá Fjölni

Farnar:
14.7. Fanney Einarsdóttir í Breiðablik (úr láni)

FH

Komnar:
  2.8. Megan Buckingham frá Bandaríkjunum
  1.8. Nadía Atladóttir frá Fjölni (úr láni)

Farnar:
  1.8. Tatiana Saunders í ÍR (lán)
  1.8. Hanna Marie Barker í ÍR (lán)
20.7. Snædís Logadóttir í ÍA (lán)
18.7. Selma Dögg Björgvinsdóttir í Val (lán)


INKASSO-DEILD KVENNA


ÞRÓTTUR R.

Komnar:
19.7. Natalía Reynisdóttir frá HK/Víkingi
18.7. María Soffía Júlíusdóttir frá HK/Víkingi


KEFLAVÍK

Komnar:
  1.8. Bryndís María Theodórsdóttir frá ÍR

ÍA

Komnar:
20.7. Snædís Logadóttir frá FH (lán)

HAUKAR

Farnar:
  1.8. Tara Björk Gunnarsdóttir í Tindastól
30.7. Berglind Baldursdóttir í Breiðablik (úr láni)

HAMRARNIR

Farnar:
Ófrágengið: Natalia Gómez Junco í Málaga (Spáni)
  1.8. Amanda Mist Pálsdóttir í Aftureldingu/Fram
30.7. Karen María Sigurgeirsdóttir í Þór/KA (úr láni)

AFTURELDING/FRAM

Komnar:
  1.8. Filippa Karlberg frá Eneby (Svíþjóð)
  1.8. Amanda Mist Pálsdóttir frá Hömrunum

Farnar:
  1.8. Ana Lucia Dos Santos í Augnablik

ÍR

Komnar:
  1.8. Tatiana Saunders frá FH (lán)
  1.8. Hanna Marie Barker frá FH (lán)
  1.8. Sigrún Erla Lárusdóttir frá Hvíta riddaranum

Farnar:
28.7. Ástrós Eiðsdóttir í Fjölni
27.7. Nótt Jónsdóttir í Stjörnuna (úr láni)

FJÖLNIR

Komnar:
31.7. Ísabella Anna Húbertsdóttir frá Val (lán)
28.7. Ástrós Eiðsdóttir frá ÍR

Farnar:
  1.8. Nadía Atladóttir í FH (úr láni)
28.7. Elísabet Guðmundsdóttir í KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert