Við í brasi og var refsað fyrir það

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Stjörnuna í dag.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Stjörnuna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum í brasi til að byrja með en Fylkiskonur mættur grimmar fyrstu mínúturnar, voru að vinna návígin og úti á vellinum og refsuðu okkar fyrir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem skoraði 4 mörk Stjörnunnar sem vann fyrstu deildar lið Fylkis 9:1 í Árbænum í dag þegar leikið var undanúrslitum bikarkeppninnar, Mjólkurbikarsins.

„Ég held að við höfum allar áttað okkur á að við gætum ekki sparað okkur neitt í þessum leik og fórum þá að gera hlutina einfaldar og vinna návígin úti á vellinum. Við bjuggumst við hörkuleik en vissum líka að þetta væri stysta leiðin okkar í bikarkeppninni svo við þyrftum að gefa allt okkar til að vinna leikinn í dag og komast í úrslitin, að ég held í fjórða skiptið á fimm árum.  Við höfum oft verið í  brasi með Fylki, hvort sem það er í bikar eða efstu deild, Fylkiskonur eru vanar að vera í Pepsi-deildinni og vita um hvað þessi leikur snýst, hafa eflaust gert allt sem í þeirra valdi stóð til að góðum úrslitum hér í dag og ætluðu sér greinilega að sækja sigurinn.  sem hefði getað gengið nema við hefðum spilað uppá það og það náðum við að gera.

Garðbæingar eru þessa dagana í fjórða sæti efstu deildar kvenna, Pepsi-deildinni. „Við vorum með að markmiði að vinna tvo bikara þetta keppnistímabil og erum ennþá með í því,“  bætti Harpa við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert