„Alltaf markmið að vera á meðal þriggja markahæstu“

Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen. Skapti Hallgrímsson

„Þær eru með hörkulið og við vissum fyrir leik að þetta yrði hörkuleikur. Þetta var þolinmæðisvinna en gekk að lokum,“ sagði Sandra María Jessen eftir 5:2 sigur Þórs/KA á HK/Víking í Fossvoginum í dag.

HK/Víkingur er með gott skyndisóknarlið og þær eru fljótar að finna svæði sem er opið. Við höfum aldrei fengið 2 mörk á okkur í einum leik í sumar fyrr en nú. Það segir sitt um þennan leik.“

„Við ætluðum að reyna að stíga enn meira upp eftir síðasta leik og byrja leikinn af krafti. Við áttum góðan leik síðast gegn Grindavík og ætluðum að byggja ofan á það. Það gekk ekki að öllu leyti en eftir 3 stig þá er maður alltaf sáttur,“ segir Sandra.

Eins og staðan er, þá er Sandra María markahæst í deildinni. Hvert er hennar markmið í sumar varðandi markaskorun?

„Það er alltaf markmiðið að skora og vera á meðal þriggja efstu þar. Það er mitt persónulega markmið,“ sagði Sandra að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert