KR skellti Stjörnunni

Guðmundur Steinn Hafsteinsson úr Stjörnunni og Pálmi Rafn Pálmason úr …
Guðmundur Steinn Hafsteinsson úr Stjörnunni og Pálmi Rafn Pálmason úr KR í skallaeinvígi á KR-vellinum. mbl.is/Árni Sæberg

KR sigraði Stjörnuna 1:0 í 13. umferð Pepsi-deildar karla á KR-vellinum nú síðdegis. KR-ingar eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig en Stjarnan er með 25 í öðru sæti.

Fyrri hálfleikurinn var bráðfjörugur en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru nánast fullkomnar; smá úði og völlurinn blautur og grasið grænt og vænt.

Liðin skiptust á að skapa sér ágætisfæri en það var gamla kempan Óskar Örn Hauksson sem skoraði eina mark hálfleiksins. Hann tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs á 30. mínútu og þrumaði boltanum upp í samskeytin. Staðan 1:0 fyrir KR að loknum fyrri hálfleik.

Garðbæingar voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en tókst ekki að skapa sér hættulegt færi gegn þéttri og vel skipulagðri vörn KR-inga.

Besta færi hálfleiksins fékk KR-ingurinn André Bjerregaard en Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar varði dauðafæri hans vel.

1:0-sigur KR staðreynd en þetta var í fyrsta skipti í deildarleik í sumar sem Stjörnumönnum mistekst að skora.

KR 1:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan) á skot framhjá Dauðafæri. Eftir mikinn barning í vítateig KR-inga dettur boltinn fyrir Þorstein Má. Hann hittir boltann hræðilega og hálfpartinn skóflar honum yfir eða framhjá markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert