Njarðvík og HK styrkja sig

Sigurpáll Melberg Pálsson fékk lítið að spila í Grafarvogi.
Sigurpáll Melberg Pálsson fékk lítið að spila í Grafarvogi. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Njarðvík og HK styrktu sig í dag fyrir komandi átök í Inkasso-deild karla í fótbolta. Njarðvík er í miklum fallslag á meðan HK er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar tíu umferðum er ólokið.

HK fékk Sigurpál Melberg Pálsson að láni frá Fjölni, en hann hefur lítið fengið að spila í sumar. Hann var fyrirliði Fram síðasta sumar og gekk í kjölfarið í raðir Fjölnismanna. Þar hefur hann aðeins leikið tvo leiki í Pepsi-deildinni, hvorugan í byrjunarliði. 

Njarðvík hefur svo fengið enska miðjumanninn James Dale til liðs við sig. Dale er 24 ára gamall og lék síðast með Brechin í B-deildinni í Skolandi. Þar hefur hann spilað 85 leiki og skorað tvö mörk síðustu þrjú tímabil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert