Góður dagur á skrifstofunni

Patrick Pedersen fagnar í kvöld.
Patrick Pedersen fagnar í kvöld. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Þetta er góður dagur á skrifstofunni og ég get ekki beðið um meira,“ sagði Patrick Pedersen, framherji Valsmanna, eftir 4:0-sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í fótbolta. Pedersen skoraði þrjú af mörkum Vals. 

„Við spiluðum mjög vel í dag, sköpuðum fullt af færum og vorum góðir. Þetta var góð liðsframmistaða. Við vorum öryggir í vörninni og hefðum getað skorað sjö mörk.“

Fram undan er síðari leikur liðsins við Sheriff frá Moldóvu í Evrópudeildinni. Sheriff vann heimaleikinn sinn 1:0. 

„Ég var ekki sérstaklega ferskur eftir erfiðan útileik á móti Sheriff og það var gott að fá að hvíla mig aðeins. Við eigum möguleika í seinni leiknum, staðan er bara 1:0 og þá er alltaf von. Það mun hjálpa okkur að skora fjögur í dag og vonandi tökum við það með okkur í Evrópuleikinn,“ sagði Daninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert