Mögulegir andstæðingar Þórs/KA í Meistaradeildinni

Norðankonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Norðankonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslandsmeistarar Þórs/KA komust áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu eftir að hafa gert markalaust jafntefli við stórlið Ajax frá Hollandi í Belfast á Norður-Írlandi í dag.

Þór/KA hafnaði í öðru sæti riðilsins með sjö stig en tvö liðin með besta árangurinn í öðru sæti í riðlunum tíu komust áfram. Dregið verður í 32 liða úrslitin á föstudaginn kemur og skiptast liðin í tvo styrkleikaflokka. Fyrri umferðin fer svo fram daganna 12. og 13. september og sú síðari 26. og 27. í sama mánuði.

Norðankonur eru í neðri flokknum og geta því mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu eins og ríkjandi Evrópumeisturum Lyon, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg sem og Barcelona. Einnig geta þær mætt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur með Rosengård í Svíþjóð.

Liðin sem Þór/KA getur mætt í 32-liða úrslitum (Íslendingalið feitletruð)

Lyon (Frakklandi), Wolfsburg (Þýskalandi), Paris Saint-Germain (Frakklandi), Barcelona (Spáni), Rosengård (Svíþjóð), Manchester City (Englandi), Bayern München (Þýskalandi), Fortuna Hjørring (Danmörku), Chelsea (Englandi), Brøndby (Danmörku), Zürich (Sviss), Linköping (Svíþjóð), Zvezda-2005 (Rússlandi), Sparta Prag (Tékklandi), Fiorentina (Ítalía), Juventus (Ítalíu).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert