Fyrsti sigur Sindra í sumar

Varnarmenn Sindra í baráttunni við Mariju Rdojicic í leik Fylkis …
Varnarmenn Sindra í baráttunni við Mariju Rdojicic í leik Fylkis og Sindra, fyrr í sumar. Ljósmynd/Einar Ásgeirsson

Sindri tók á móti Aftureldingu/Fram í frestuðum leik í 8. umferð Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu á Hornafirði í kvöld en leiknum lauk með 2:1-sigri heimakvenna. Valdís Ósk Sigurðardóttir brenndi af vítaspyrnu fyrir gestina á 26. mínútu og það var Monique Goncalves sem kom heimakonum yfir á 59. mínútu.

Nicole C. Maher tvöfaldaði forystu heimakvenna á 64. mínútu áður en Filippa Karlberg minnkaði muninn fyrir Aftureldingu/Fram á 76. mínútu en lengra komust þær ekki og lokatölur því 2:1 fyrir Sindrakonur.

Þetta var fyrsti sigurleikur Sindra í deildinni í sumar en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig eftir fyrstu 13 umferðirnar. Afturelding/Fram er í áttunda sætinu með 11 stig, jafnmörg stig og ÍR en með betri markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert