Voru ekki tilbúnir í verkefnið

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var svekktur eftir tap liðsins gegn …
Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var svekktur eftir tap liðsins gegn ÍA í kvöld. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

„Við vorum ekki tilbúnir í þetta verkefni. Mér fannst við eiga að geta gert betur og ég hef oft átt betri leiki,“ sagði Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, og markahæsti leikmaður deildarinnar í samtali við mbl.is eftir 2:0-tap liðsins gegn ÍA í kvöld í 16. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu.

Framherjinn sterki fékk fá færi gegn sterkri varnarlínu ÍA. „Við erum lið sem skapar alltaf færi en í þessum leik gekk það ekki. Það eru vonbrigði. Við erum að byggja upp lið til framtíðar. Staða okkar í deildinni er í takti við það en við getum gert betur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Guðmundur Magnússon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert