Tíu marka maður í titilbaráttu þrátt fyrir nárann

Padrick Pedersen fagnar marki á móti Grindavík.
Padrick Pedersen fagnar marki á móti Grindavík. ValgardurGislason,Valgarður Gíslason

Danski framherjinn Patrick Pedersen hefur leikið eitt lykilhlutverkanna í velgengni karlaliðs Vals í fótbolta síðustu ár. Þessi 26 ára gamli markaskorari frá smábænum Hirtshals, nyrst á Jótlandi, kom fyrst til Vals fyrir rúmum fimm árum. Hann varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu í fyrra, eftir að hafa skorað 6 mörk í 9 leikjum, bikarmeistari árið 2015 og markakóngur Pepsi-deildarinnar sama ár með 13 mörk.

Í sumar hefur Pedersen skorað 10 mörk í 13 deildarleikjum þrátt fyrir að glíma við þrálát nárameiðsli. Þau meiðsli og sú staðreynd að hann veiktist í Evrópudeildarferð Vals til Moldóvu í síðustu viku komu ekki í veg fyrir að Pedersen skoraði þrennu á 68 mínútum í 4:0-sigri á Grindavík í fyrrakvöld. Hann er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildarinnar hjá Morgunblaðinu.

„Ég var búinn að vera veikur í fjóra daga eftir ferðina okkar til Moldóvu. Mér leið ágætlega á meðan ég var að spila gegn Grindavík en eftir að mér var skipt af velli leið mér nú ekkert sérstaklega. Ég hóstaði mikið og svona. En ég er betri í dag,“ sagði Pedersen við Morgunblaðið í gær. Sigur Vals var mikilvægur, en liðið á í harðri titilbaráttu við Breiðablik og Stjörnuna. Breiðablik er með 34 stig á toppnum en Valur (32 stig) og Stjarnan (31 stig) eiga leik til góða. Valsmönnum veitir væntanlega ekki af fleiri mörkum frá Pedersen í þessari baráttu.

Viðtalið við Patrick Pedersen má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins og þar er jafnframt úrvalslið 16. umferðarinnar ásamt stöðunni í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert