Stórsigrar toppliðanna

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu.
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík og Fylkir, efstu tvö lið Inkasso-deildar kvenna í fótbolta, unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í kvöld. Keflavík vann 5:1-sigur á ÍA og Fylkir vann 4:0-sigur á Haukum. 

Það tók topplið Keflavíkur korter að komast yfir á móti ÍA á Akranesi. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði markið. Unnur Ýr Haraldsdóttir jafnaði á 37. mínútu en Sophie Groff kom Keflavík aftur yfir á 41. mínútu og var staðan í hálfleik 2:1. 

Keflavík var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Sveindís Jane bætti við tveimur mörkum á 78. og 81. mínútu og fullkomnaði þrennuna áður en Kristrún Ýr Holm bætti við fimmta markinu í blálokin. 

Fylkiskonur voru með 3:0-forystu í hálfleik gegn Haukum á heimavelli sínum. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Margrét Björg Ástvalsdóttir skoruðu mörkin. Marija Rodjicic bætti við þriðja markinu á 64. mínútu og þar við sat. 

Keflavík er með 34 stig á toppi deildarinnar og Fylkir kemur þar á eftir með 33 stig og leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert