Sindri farinn til Bandaríkjanna

Sindri Björnsson er farinn í nám til Bandaríkjanna og verður …
Sindri Björnsson er farinn í nám til Bandaríkjanna og verður ekki meira með Valsmönnum í sumar. mbl.is/Valli

Knattspyrnumaðurinn Sindri Björnsson er farinn til Bandaríkjanna í nám og verður ekki meira með Valsmönnum á tímabilinu en það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu. Sindri mun stunda nám í Clemson-háskólanum ásamt því að spila knattspyrnu með háskólaliði Clemson.

Sindri hefur komið við sögu í níu leikjum með Valsmönnum í sumar, í bæði deild og bikar, þar sem hann hefur skorað eitt mark. Hann kom til félagsins árið 2016 frá Leikni Reykjavík þar sem hann er uppalinn.

Valsmenn eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en liðið er öðru sæti deildarinnar með 32 stig en á leik til góða á Breiðablik sem situr á toppi deildarinnar með 34 stig.

Sindri var ekki í leikmannahópi Vals í Evrópuleiknum í gær eins og fram kom á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert