Eyjakonur unnu ráðþrota Valsara

Elín Metta Jensen í baráttunni við Rut Kristjánsdóttur í leiknum …
Elín Metta Jensen í baráttunni við Rut Kristjánsdóttur í leiknum í dag. mbl.is/Valli

Valur tók á móti ÍBV í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 1:0-sigri gestanna.

Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu hvert dauðafærið á fætur öðru en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markmaður ÍBV, varði oft og tíðum meistaralega í markinu. Valskonur reyndu hvað þær gátu að skora fyrsta mark leiksins en inn vildi boltinn ekki og því markalaust í hálfleik.

Cloe Lacasse kom gestunum yfir á 49. mínútu eftir aukaspyrnu Sóleyjar Guðmundsdóttur. Cloe fékk allan tímann í heiminum til þess að athafna sig í teignum og setti boltann þéttingsfast í hornið. Valskonur reyndu hvað þær gátu til þess að jafna metin en inn vildi boltinn ekki og lokatölur því 1:0 fyrir ÍBV.

Valskonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar með 26, átta stigum á eftir Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar, en ÍBV er komið upp í fimmta sæti deildarinnar í 18 stig.

Valur 0:1 ÍBV opna loka
90. mín. Valur fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert