ÍBV fjarlægist botnbaráttuna

Gunnar Heiðar Þorvaldsson reynir skot í dag.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson reynir skot í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann 1:0 sigur á botnliði Keflvíkinga þegar liðin áttust við í Pepsi-deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en sigurmarkið gerði Sigurður Arnar Magnússon eftir fjögurra mínútna leik.

Eyjamenn byrjuðu leikinn betur en hægt og bítandi komust Keflvíkingar inn í hann og áttu boltann undir lok fyrri hálfleiksins. Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi fengið beittari færi í leiknum héldu Keflvíkingar mikið í boltann.

Dagur Dan Þórhallsson féll innan teigs í síðari hálfleik og vildi fá vítaspyrnu, Ómar Jóhannsson og Eysteinn Hauksson vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð en fengu ekkert nema skammir frá fjórða dómaranum.

Keflvíkingar eru enn langneðstir og án sigurs þegar einungis nokkrar umferðir eru eftir.

Sigurður Arnar Magnússon fagnar marki sínu í dag.
Sigurður Arnar Magnússon fagnar marki sínu í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV 1:0 Keflavík opna loka
90. mín. Keflavík fær hornspyrnu +2.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert