Æsilegar lokamínútur í Grindavík

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

Grindavík og Stjarnan mættust í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Grindarvíkurvelli. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli í opnum og skemmtilegum leik.

Stjarnan fór betur af stað. Fyrstu tíu mínútur leiksins fóru fram á vallarhelmingi Grindavíkur og áttu heimamenn erfitt með að komast yfir miðju. Grindavík stóð þó af sér veðrið og eftir það jöfnuðust leikar. José Sito Seoane fékk dauðafæri á 23. mínútu leiksins en skalli hans fór yfir markið af stuttu færi. Fyrsta mark leiksins kom á 39. mínútu þegar Aron Jóhannsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Elíasi Tamburini.

Seinni hálfleikur var líkt og hinn fyrri mikil skemmtun. Á 57 mínútu átti Hilmar Árni Halldórsson skot úr úkaspyrnu sem endaði í stönginni og þaðan í Kristijan Jajalo og í markið. Lítið sem hann gat gert í því en sjálfsmark engu að síður.  Á 85. mínútu skoraði Guðjón Baldvinsson með góðu skoti í fjærhornið eftir barning rétt fyrir utan teiginn. Grindvíkingar lögðu þó ekki árar í bát og á 89. mínútu jafnaði Williams metin eftir laglega sókn.

Eftir leikinn er Stjarnan í 2. til 3. sæti deildarinnar með 32 stig. Grindavík er í 5. til 6. sæti með 24 stig.

Grindavík 2:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert