Stórmeistarajafntefli í Laugardalnum

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, er markahæsti leikmaður deildarinnar en honum …
Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, er markahæsti leikmaður deildarinnar en honum tókst ekki að skora í dag. Sigurður Elvar Þórólfsson

Fram og Njarðvík skildu jöfn og markalaus í Laugardalnum í fyrstu deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, í dag, 0:0.

Framarar hafa nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum og gert fjögur jafntefli en þeim gekk illa að skora á Laugardalsvellinum í dag, eins og gestunum frá Njarðvík. Brasilíumaðurinn Fred komst sennilega hvað næst í leiknum um miðjan fyrri hálfleikinn þegar hann átti bylmingsskot að marki en Robert Blakala í marki Njarðvíkur varð virkilega vel. Sóknarleikur liðanna var annars heldur daufur og sættust liðin á stigið hvort, sannkallað stórmeistarajafntefli.

Framarar eru áfram í 6. sæti deildarinnar og sigla þar lygnan sjó með 21 stig eftir 17 leiki. Njarðvíkingar lyftu sér þó upp í 8. sætið, hafa nú 17 stig, og eru þremur frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert