Þeir gátu sent 500 sendingar

Ragnar Bragi Sveinsson átti góðan leik í kvöld.
Ragnar Bragi Sveinsson átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er þokkalega sáttur með eitt stig miðað við að við lentum undir,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, eftir 1:1-jafntefli við FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. FH var mikið sterkari aðilinn í seinni hálfleik en Fylkismenn spiluðu betur í þeim síðari. 

„Eftir dapran fyrri hálfleik vorum við betri í seinni hálfleik og við hefðum getað skorað fleiri en eitt mark í seinni hálfleik. Þetta er plús og mínus og því er ég þokkalega sáttur.“

„Við vorum allt of passívir í fyrri hálfleik og þorðum ekki að spila boltanum. Um leið og við þorðum að stíga upp á þá og bárum ekki eins mikla virðingu fyrir þeim varð þetta betra. Þeir gátu sent 500 sendingar í fyrri hálfleik og allt liðið okkar var komið að teignum. Í seinni hálfleiknum vorum við að gera það sem þjálfarinn sagði okkur að gera.“

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði mark Fylkis eftir sendingu Ragnars Braga sem fékk oft mikið pláss hægra megin á vellinum. 

„Við fórum yfir það og ég er svekktur að við nýttum það ekki í fyrri hálfleik en við náðum að nýta það ágætlega í seinni hálfleik.“

Ragnar var kominn í gott færi er hann ákvað að senda á Valdimar sem var í enn betra færi, hann viðurkennir að það hafi verið freistandi að skjóta. Hann talaði svo um Ólaf Inga Skúlason sem átti afar góðan leik. 

„Jú, algjörlega. Helgi [Sigurðssonsagði okkur að skjóta þótt einhver annar væri í jafngóðu færi og við en Valdimar var í töluvert betra færi og einn fyrir opnu marki. Ólafur Ingi er frábær viðbót í okkar hóp og góður leiðtogi. Það er gaman að spila með leikmanni eins og honum,“ sagði Ragnar Bragi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert