Dramatískur sigur Þróttara í markaleik

Þróttarar fagna dramatísku sigurmarki Viktors (númer níu) á Ólafsvíkurvelli í …
Þróttarar fagna dramatísku sigurmarki Viktors (númer níu) á Ólafsvíkurvelli í kvöld. mbl.is/Alfons

Þróttur R. vann 4:3-sigur á Víkingi Ó. í markaleik á Ólafsvíkurvelli í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Það voru heimamenn sem byrjuðu með látum og ruku í tveggja marka forystu. Fyrst skoraði Kwame Quee á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Sasha Litwin. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði svo Gonzalo Zamorano eftir sendingu frá Quee, 2:0.

Þróttarar svöruðu þó með eigin mörkum, Viktor Jónsson minnkaði muninn með laglegu skoti innan vítateigs, stöngin inn, áður en Daði Bergsson jafnaði metin en bæði mörk komu í uppbótartíma fyrri hálfleiks, 2:2. Viktor Jónsson kom svo Þrótturum yfir eftir rúman klukkutíma leik þegar hann skoraði með skalla en dramatíkin var ekki búin.

Ólafsvíkingar jöfnuðu metin, 3:3, um stundarfjórðungi fyrir leikslok með marki frá Ívari Reyni Antonssyni eftir sendingu Zamorano en gestirnir höfðu krafta í að skora eitt mark í lokin. Það kom á 88. mínútu er Viktor Jónsson fullkomnaði bæði þrennu sína og ótrúlega endurkomu Þróttara sem fara í 32 stig og upp fyrir Ólafsvíkinga í 4. sætið.

Víkingur Ó. 3:4 Þróttur R. opna loka
90. mín. 4 í uppbót
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert