Breiðablik kláraði KR í seinni hálfleik

Alexandra Jóhannsdóttir í baráttunni á Kópavogsvelli í dag.
Alexandra Jóhannsdóttir í baráttunni á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Hari

Breiðablik kom sér þægilega fyrir á toppnum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar þær unnu KR á heimavelli, 2:0. Engin mörk voru skoruð í fyrir hálfleik þrátt fyrir mjög mörg marktækifæri Blika.

Stíflan brast loksins eftir hornspyrnu Blika á 59. mínútu. Agla María tók hornið og setti fasta spyrnu á nærstöng, Ingibjörg í markinu missti boltann á tær Hildar Antons sem setti hann yfir línuna. Rétt kona á réttum stað og staðan orðin 1:0.

Mínútu seinna, eða strax eftir upphafsspyrnuna, unnu Blikar boltann, komu honum út til hægri á Karólínu Leu sem setur þéttingsfasta fyrirgjöf á Berglindi Björgu sem kláraði af yfirvegun, 2:0.

Færin urðu fleiri en mörkin létu á sér standa og KR er því áfram í botnbaráttunni þegar fjórir leikir eru eftir en nýkrýndir bikarmeistarar Blika geta unnið tvöfalt í ár ef stigaveiðin heldur áfram að gefa.

Breiðablik 2:0 KR opna loka
90. mín. KR fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert