„Þurfum að halda okkur við efnið“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði annað mark Blika gegn KR í …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði annað mark Blika gegn KR í kvöld. mbl.is/Hari

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, var að vonum sátt eftir að sigur sinna manna á KR í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en leiknum lauk með 2:0-sigri Blika. Berglind skoraði seinna mark Breiðabliks í kvöld og hún og hennar konur óðu í færum allan leikinn. Það var Ingibjörg Valgeirsdóttir, markmaður KR, sem átti stórleik en náði þó ekki að stöðva markarefinn Berglindi í kvöld.

„Þetta var erfið fæðing, en það tókst, það var ansi þægilegt að ná loksins að skora. Við vorum bara ekki að gera nógu vel í fyrri hálfleik, vorum að taka rangar ákvarðanir á síðasta þriðjungi, en við vorum ákveðnar að gera betur í þeim seinni," sagði Berglind Björg.

Berglind talar vel um samherja sína og vill að þær stefni á gullið. „Við erum komnar aftur á toppinn, en við vitum að mótið er langt frá því að vera búið og að við þurfum að taka einn leik fyrir í einu ef við ætlum að enda sem Íslandsmeistarar. Ég hef aldrei unnið Íslandsmótið þannig að vonandi náum við að halda okkur við efnið.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert