Guðjón framlengir við Stjörnuna

Guðjón Baldvinsson stóð í ströngu í bikarúrslitum á laugardaginn.
Guðjón Baldvinsson stóð í ströngu í bikarúrslitum á laugardaginn. mbl.is/Valli

Framherjinn Guðjón Baldvinsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Stjörnuna sem gildir út árið 2021. Guðjón hefur verið einn besti framherjinn í íslenska fótboltanum síðan hann kom til Stjörnunnar frá Nordsjælland í Danmörku árið 2015. 

Guðjón, sem er uppalinn Stjörnumaður, hefur leikið 164 leiki fyrir stjörnuna og skoraði í þeim 80 mörk. Hann hefur leikið alla 19 leiki liðsins í Pepsi-deildinni í ár og skorað í þeim fimm mörk. Hann skoraði tvö mörk í fimm leikjum Stjörnunnar í Mjólkurbikarnum, en Stjarnan varð einmitt bikarmeistari á laugardaginn var. 

„Guðjón Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með félaginu út árið 2021 hið minnsta. Guðjón var sannkallaður hvalreki fyrir félagið þegar hann gekk til liðs við okkur sumarið 2015 en hann hefur verið algjör lykilmaður í þeim árangri sem félagið hefur náð undanfarin ár,“ segir í tilkynningu sem félagið setti á Facebook-síðu sína í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert