Við gáfum tóninn í fyrsta sigurleik sumarsins

Alexandra Jóhannsdóttir fagnar marki gegn Selfyssingum í fyrrakvöld.
Alexandra Jóhannsdóttir fagnar marki gegn Selfyssingum í fyrrakvöld. mbl.is/Hari

Alexandra Jóhannsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar fyrir frammistöðu sína með liði Breiðabliks í Pepsi-deildinni.

Hún skoraði tvö af mörkum liðsins í sigrinum á Selfoss í næstsíðustu umferðinni í fyrrakvöld, 3:1, þegar Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í viðbót við bikarmeistaratitilinn sem liðið vann í síðasta mánuði. Alexandra, sem leikur fremst á miðjunni, hefur skorað fimm mörk í sumar í deildinni, þar af fjögur af síðustu sex mörkum meistaraliðsins.

„Það er alveg geggjað að hafa skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum vegna þess að ég hef ekki verið mikill markaskorari,“ sagði Alexandra glöð í bragði þegar Morgunblaðið náði tali af henni að loknum skóladegi í gær. „Mörkin hafa komið á réttum tíma. Það skiptir öllu máli,“ sagði Alexandra ennfremur sem hefur fram til þessa verið meira í hlutverki þess sem leggur upp mörkin. Alexandra kom til Breiðabliks frá Haukum eftir keppnistímabilið í fyrra.

„Það var mikið stökk að fara allt í einu yfir í lið sem leggur mikið upp úr að leika sóknarleik eins og Blikar gera. En ég held að ég sé öll að koma til,“ sagði Alexandra kímin.

Sjá allt viðtalið við Alexöndru ásamt liði umferðarinnar í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu og stöðunni í M-gjöfinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert