Festir ÍA sig í sessi?

Einar Logi Einarsson, Steinar Þorsteinsson og Garðar Gunnlaugsson fagna einu …
Einar Logi Einarsson, Steinar Þorsteinsson og Garðar Gunnlaugsson fagna einu af mörkum sumarsins sem Steinar skoraði. Ljósmynd/Skagafrettir.is

Skagamenn fögnuðu sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Selfossi um síðustu helgi. Þeir eiga enn möguleika á að vinna Inkasso-deildina með sigri á Þrótti í dag en þá má HK ekki vinna Hauka.

ÍA staldraði því aðeins eitt ár við í næstefstu deild að þessu sinni og er að miklu leyti með sama mannskap og lék í Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Þar á meðal eru margir ungir Skagamenn sem fengið hafa góða eldskírn.

„Liðið er þokkalega í stakk búið núna til að koma í efstu deild en það er mikill munur á þessum deildum og við munum alltaf þurfa tvo eða þrjá menn inn í hópinn til að styrkja liðið,“ segir Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, en hann hefur leikið alla leiki sumarsins eftir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins í fyrra vegna krossbandsslita.

Langt er liðið síðan Skagamenn börðust í efsta hluta úrvalsdeildarinnar. Síðasta áratuginn hafa þeir best náð 6. sæti. Það er af sem áður var hjá félagi sem orðið hefur Íslandsmeistari oftast allra frá árinu 1946, þegar félagið var stofnað, eða 18 sinnum, síðast árið 2001.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað ítarlega um HK og ÍA sem hafa  tryggt sér sæti í efstu deild karla fyrir næsta tímabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert