Grindavík endar tímabilið með sigri

Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði FH, með boltann í Grindavík í …
Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði FH, með boltann í Grindavík í dag í lokaleik liðanna í efstu deild en bæði voru fallin fyrir umferðina. Ljósmynd/Víkurfréttir

Grindavík og FH áttust við í dag á Grindavíkurvelli í síðustu umferð Pepsí-deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn var ljóst að bæði lið væru fallin og því var ekki keppt um annað en heiðurinn. Leikurinn endaði með 2:0 sigri Grindavíkur en mörk heimastúlkna skoruðu Helga Guðrún Kristinsdóttir og Rio Hardy.

Grindavík byrjaði leikinn vel og var betri aðilinn fyrstu 25 mínútur leiksins . Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Grindavík yfir á 23. mínútu með laglegu skoti hægra megin úr teignum. Eftir mark Grindavíkur snérist leikurinn við og FH tók öll völd á vellinum. Þær áttu margar álitlegar sóknir og skoruðu meðal annars mark á 28. mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu.

Yfirburðir FH héldu áfram í seinni hálfleik og átti liðið fjölmargar marktilraunir. Diljá Ýr Zomers var áberandi í sóknarleik FH og lék og varnarmenn Grindavíkur illa með laglegum töktum. En þrátt fyrir að FH hafi sótt hart að marki Grindavíkur tókst þeim ekki að skora. Undir lok leiksins tók Grindavík aftur yfir leikinn og á 84. mínútu fiskaði Rio Hardy vítaspyrnu sem hún skoraði sjálf úr.

Lokatölur 2:0 fyrir Grindavík sem endar tímabilið í 9. sæti með 16 stig en FH endar í 10. sæti með 6 stig. Bæði lið munu því spila í 1.deild að ári.

Grindavík 2:0 FH opna loka
90. mín. Rannveig Bjarnadóttir (FH) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert