Klára þetta mót fyrst

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var himinsæll með að hafa landað sigri í sínum síðasta  heimaleik með KA. Lið hans vann Grindavík 4:3 eftir að hafa komist í 3:0 á upphafskaflanum. Margir sáu fyrir sér enn einn sigur KA breytast í jafntefli í uppbótartíma en Grindavík náði ekki að jafna en átti sláarskot í blálokin.

Ertu ekki feginn að hafa landað þessu, Tufa?

„Jú það var það eina sem ég sagði við strákana fyrir leik. Ég vildi að við myndum vinna síðasta heimaleikinn minn með liðið. Það var það eina sem skipti máli í dag. Þetta var líklega furðulegasti leikurinn sem ég man eftir með KA. Í stöðunni 4:3 áttu bæði lið algjör dauðafæri og það hefðu vel getað komið fleiri mörk.“

Hvernig standa málin hjá þér núna. Er það ekki algjört leyndarmál?

„Núna eru öll liðin í deildinni með þjálfara nema Grindavík og KA. Það skiptir mig miklu máli að klára þetta mót fyrst og gera það almennilega. Það er enn einn leikur eftir, gegn Blikunum og hann viljum við klára með sigri. Síðan kemur bara í ljós hvað verður“ sagði hinn magnaði þjálfari í leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert