Cloé Lacasse best í deildinni

Cloé Lacasse í leik með ÍBV gegn FH.
Cloé Lacasse í leik með ÍBV gegn FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kanadíski framherjinn Cloé Lacasse hjá ÍBV er leikmaður ársins 2018 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hjá Morgunblaðinu en hún varð efst í fyrstu M-gjöf blaðsins í kvennaflokki og fékk samtals 18 M í þeim 17 leikjum sem hún spilaði með Eyjaliðinu.

Morgunblaðið gaf leikmönnnum liða í deildinni einkunnir eftir alla leiki tímabilsins, eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Ennfremur var birt í blaðinu úrvalslið hverrar umferðar fyrir sig strax að henni lokinni og þar gátu lesendur fylgst með M-gjöfinni allt tímabilið.

Cloé Lacasse, sem er 25 ára gömul, lék sitt fjórða tímabil með ÍBV. Hún skoraði 10 mörk, var í 5.-6. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, og lagði upp fjölmörg mörk fyrir Eyjaliðið.

Í M-gjöfinni má sjá að Cloé sýndi jafna og góða frammistöðu allt frá fyrsta leik til þess síðasta en hún datt þó aðeins niður um mitt tímabilið þegar hún glímdi við meiðsli. Cloé fékk einu sinni 3 M og fjórum sinnum 2 M, komst á blað í einkunnagjöfinni í tólf af þeim sautján leikjum sem hún spilaði, og hún var sex sinnum í átján umferðum valin í úrvalslið viðkomandi umferðar hjá Morgunblaðinu.

Sjá alla greinina, heildarniðurstöðuna í M-gjöf Morgunblaðsins 2018 og val á liði ársins, úrvalsliði erlendra leikmanna, úrvalsliði ungra leikmanna, úrvalsliði eldri leikmanna og fimm bestu leikmenn í hverju liði Pepsi-deildar kvenna 2018 í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Cloé Lacasse úr ÍBV varð efst í M-gjöfinni.
Cloé Lacasse úr ÍBV varð efst í M-gjöfinni. Ljósmynd/Páll Ketilsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert