„Byrjunin var stórslys“

Gylfi Sigurðsson í baráttunni við Xherdan Shaqiri í kvöld.
Gylfi Sigurðsson í baráttunni við Xherdan Shaqiri í kvöld. AFP

Erik Hamrén var ekkert að skafa af hlutunum er hann ræddi við blaðamenn eftir 2:1-tapið gegn Sviss í kvöld, sér í lagi er hann ræddi um fyrsta leikinn undir hans stjórn þar sem niðurstaðan var 6:0 tap gegn Sviss ytra.

Er hann var spurður um þróunina á liðinu frá því að hann tók við sagði Hamrén:

„Við höfum unnið mikla vinnu en byrjunin var stórslys. Við töpuðum 6:0 í fyrsta leiknum. Og líka hvernig við töpuðum honum. Það var ekki boðlegt,“ sagði Hamrén.

„Við gáfumst upp í stöðunni 3:0 í þeim leik. Það má aldrei gerast. Það er eitt svið þar sem ég hef séð framfarir,“ sagði Hamrén.

„Á móti Belgíu voru fyrstu 30 mínúturnar góðar. Síðan skora þeir tvö mörk á tveimur mínútum. Eitt mark úr víti og eitt úr horni. Eftir fyrsta leikinn var þetta erfitt andlega fyrir okkur,“ sagði Hamrén.

Erik Hamrén eftir leikinn í kvöld.
Erik Hamrén eftir leikinn í kvöld.

„Gegn Frakklandi skoruðum við fyrsta markið og fengum við það mikla orku og skoruðum svo annað mark. Svo koma þeir til baka,“ sagði Hamrén,

Hugarfarið orðið miklu betra

„En ef þið munið eftir þeim leik á þá fengum við mjög gott færi í stöðunni 2:2. Hugarfarið er orðið miklu betra. Og að mínu mati er það mikilvægast af öllu og ég er ánægður með það. Við sköpuðum líka mörg færi gegn Frakklandi, fleiri en bara mörkin sem við skoruðum. Og það er virkilega jákvætt gegn jafnsterku liði,“ sagði Hamrén sem tók einnig fram að það hefði verið lærdómsríkt fyrir íslenska liðið að spila gegn jafnsterkum þjóðum sem refsa fyrir minnstu mistök. Við getum lært af því,“ sagði Hamrén.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert