Byrjunarliðið gegn Spánverjum klárt

Jón Dagur Þorsteinsson er kominn aftur í U21 árs landsliðið.
Jón Dagur Þorsteinsson er kominn aftur í U21 árs landsliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mætir Spánverjum í lokaleik sínum í undankeppni EM, sem fram fer á Ítalíu á næsta ári, á Flórídana-vellinum í Árbæ kl. 16:45. 

Eyjólfur Sverisson landsliðsþjálfari er búinn að opinbera byrjunarlið Íslands í leiknum og gerir hann þrjár breytingar frá tapinu gegn Norður-Írum fyrir fimm dögum. 

Hörður Ingi Gunnarsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Jón Dagur Þorsteinsson koma inn í liðið í stað þeirra Felix Arnar Friðrikssonar, Óttars Magnúsar Karlssonar og Willums Þórs Willumsonar. Hér að neðan má sjá byrjunarliðið í heild sinni. 

Ísland U21: (4-3-3) Mark: Aron Snær Friðriksson. Vörn: Torfi T. Gunnarsson, Axel Óskar Andrésson, Hörður Ingi Gunnarsson, Alfons Sampsted. Miðja: Samúel Kári Friðjónsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Júlíus Magnússon, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jón Dagur Þorsteinsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert