Jón Þór tekur við landsliðinu – Ian Jeffs aðstoðar

Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson mynda nýtt þjálfarateymi íslenska …
Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson mynda nýtt þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mbl.is/Hari

Jón Þór Hauksson var nú rétt í þessu kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, en þetta var opinberað á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Ian Jeffs verður aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Samningur Jóns Þórs við KSÍ er til tveggja ára, en hann tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hætti með liðið í síðasta mánuði og gerðist aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Jón Þór er fæddur árið 1978 og var síðast aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar síðastliðið sumar. Hann var áður aðstoðarþjálfari ÍA, en tók við sem aðalþjálfari í síðustu sex leikjum liðsins í Pepsi-deildinni 2017 er það féll úr efstu deild. Það eru einu leikir hans sem aðalþjálfari.

Á ferli sínum sem leikmaður spilaði hann með Skallagrími í 1. deildinni sumarið 1998 og svo tvo leiki í úrvalsdeild með ÍA sumarið 1999. Eftir það spilaði hann örfáa leiki með ÍA, Kára og Aftureldingu á leikmannaferlinum. Hann spilaði átta leiki með U17 ára landsliði Íslands árið 1993.

Ian Jeffs hætti með kvennalið ÍBV í haust eftir fjögurra ára starf. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2003 og lék með ÍBV frá árunum 2003 til 2016, með nokkrum hléum.

Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Ian Jeffs, Jón Þór Hauksson …
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Ian Jeffs, Jón Þór Hauksson og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Hari
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á fréttamannafundinum í dag.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Hari
Jón Þór Hauksson svarar spurningum á fréttamannafundinum í dag.
Jón Þór Hauksson svarar spurningum á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert