Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Arnór Sigurðsson spilar sinn fyrsta A-landsleik.
Arnór Sigurðsson spilar sinn fyrsta A-landsleik. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni kl. 19:15 og er byrjunarlið Íslands klárt. Mikið er um meiðsli byrjunarliðsmanna í íslenska hópnum og fá því aðrir leikmenn tækifæri til að spreyta sig.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, leikur sinn fyrsta A-landsleik og er hann í byrjunarliðinu. Arnór hefur gert það gott með rússneska liðinu á leiktíðinni og skoraði hann m.a í Meistaradeildinni á dögunum. 

Jón Guðni Fjóluson leikur sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska liðið en hann á að baki 14 vináttuleiki. Albert Guðmundsson er svo í byrjunarliðinu í mótsleik í fyrsta skipti.

Aron Elís Þrándarson er ekki í leikmannahópi Íslands í leiknum. Aðeins má vera með 23 leikmenn í hóp í Þjóðadeildinni en Erik Hamrén landsliðsþjálfari er með 24 manna landsliðshóp í Brussel. 

Byrjunarlið Íslands:

Markmaður:
Hannes Þór Halldórsson

Varnarmenn:
Sverrir Ingi Ingason, Jón Guðni Fjóluson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon.

Miðjumenn
: Arnór Sigurðsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Albert Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Ari Freyr Skúlason.

Sóknarmenn:
 Alfreð Finnbogason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert