Atli kominn til HK

Atli Arnarson í leik með ÍBV.
Atli Arnarson í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atli Arnarson knattspyrnumaður frá Sauðárkróki, sem hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö ár, gekk í dag til liðs við HK, nýliðana í Pepsi-deild karla, og samdi við þá til tveggja ára.

Atli er 25 ára gamall miðjumaður sem lék með Tindastóli til 2013, síðan með Leikni í Reykjavík 2015 og 2016 og með ÍBV undanfarin tvö ár. Hann hefur spilað 51 leik í efstu deild og skorað eitt mark, og samtals spilað 154 deildaleiki með sínum félögum.

Hjá HK hittir Atli fyrir bróður sinn Árna Arnarson sem hefur leikið með Kópavogsliðinu undanfarin ár.

Atli er fyrsti leikmaðurinn sem HK fær til liðs við sig eftir að félagið tryggði sér úrvalsdeildarsætið í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert