Valur fær öflugan liðsstyrk

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Ljósmynd/Knattspyrnudeild Vals

Knattspyrnufélag Vals hefur samið við tvo sterka og reynda leikmenn fyrir næsta tímabil í efstu deild kvenna en það eru Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir.

Ásgerður Stefanía er fædd 1987 og kemur frá Stjörnunni en hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Ásgerður hefur leiki 277 meistaraflokksleiki, skoraði 37 mörk og hefur þar að auki spilað tíu A-landsleiki.

Lillý Rut gerði þriggja ára samning við félagið á Hlíðarenda og kemur frá Þór/KA. Hún er fædd 1997 og hefur leikið 132 meistaraflokksleiki og skorað í þeim níu mörk. Þá hefur hún að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.

Lillý Rut Hlynsdóttir og Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Lillý Rut Hlynsdóttir og Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Ljósmynd/Knattspyrnudeild Vals
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert