McAusland vill spila í efstu deild

Marc McAusland vill spila í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Marc McAusland vill spila í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Marc McAusland vonast til þess að spila í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. McAusland var fyrirliði Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann féll með liðinu í 1. deildina í sumar.

Samningur hans við Keflavík rennur út í október 2019 en hann hefur fengið leyfi til þessa að ræða við lið í úrvalsdeildinni. „Ég fór á fund með félaginu og við komumst að samkomulagi um að finna félag í Pepsi-deildinni til að taka við samningi mínum,“ sagði McAusland við Fótbolta.net. 

„Ég er leikmaður Keflavíkur þangað til nýtt félag finnst og mun ég halda áfram að æfa með liðinu,“ sagði McAusland í samtali við mbl.is en hann er skoskur varnarmaður sem kom hingað til lands árið 2016 og hefur spilað 62 deildaleiki með Keflavík frá þeim tíma, þar af 19 í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert