Annað jafntefli hjá U-21 árs liðinu

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Taílandi.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Taílandi. Ljósmynd/Twitter-síða KSÍ

U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli á móti Taílandi í þriðja og síðasta leik sínum á alþjóðlega mótinu í Kína í morgun.

Axel Óskar Andrésson kom Íslendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu og var þetta þriðja mark hans í 16. leiknum með U-21 árs landsliðinu. Markið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan. Taílendingar jöfnuðu metin á 77. mínútu og þar við sat.

Íslenska liðið hafði áður tapað fyrir Mexíkó 2:0 og gert 1:1 jafntefli við Kína.

Lið Íslands:

Aron Elí Gíslason (M)

Alfons Sampsted

Ari Leifsson

Axel Óskar Andrésson

Felix Örn Friðriksson

Kolbeinn Birgir Finnsson (Guðmundur Andri Tryggvason 82.)

Daníel Hafsteinsson (Stefán Teitur Þórðarson 82.)

Júlíus Magnússon (F) (Ægir Jarl Jónasson 65.)

Kristófer Ingi Kristinsson

Mikael Neville Anderson (Alex Þór Hauksson 65.)

Sveinn Aron Guðjohnsen (Willum Þór Willumsson 46.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert