Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Kári Árnason er fyrirliði Íslands í kvöld.
Kári Árnason er fyrirliði Íslands í kvöld. AFP

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleik gegn Katar sem fram fer í Belgíu og hefst klukkan 18.30.

Um er að ræða síðasta leik landsliðsins á árinu, en fjölmargar breytingar eru á liðinu frá 2:0 ósigrinum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudag. Kári Árnason er fyrirliði á meðan Aron Einar Gunnarsson er hvíldur.

Þeir Rúnar Alex Rúnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Rúrik Gíslason og Eggert Gunnþór Jónsson koma inn í liðið frá leiknum við Belga. Hannes Þór Halldórsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson og Jón Guðni Fjóluson fara út, en sá síðastnefndi hélt til félagsliðs síns í gær af persónulegum ástæðum.

Byrjunarliðið má sjá hér að neðan og númer leikmanna fyrir framan, en leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

13 Rúnar Alex Rúnarsson (M)
5 Sverrir Ingi Ingason
9 Kolbeinn Sigþórsson
14 Kári Árnason (fyrirliði)
16 Eggert Gunnþór Jónsson
18 Hörður Björgvin Magnússon
19 Rúrik Gíslason
20 Arnór Sigurðsson
21 Arnór Ingvi Traustason
22 Albert Guðmundsson
23 Ari Freyr Skúlason

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert