Ísland hélt hreinu í einum leik í ár

Íslenska landsliðið hefur lokið leik eftir strembið ár.
Íslenska landsliðið hefur lokið leik eftir strembið ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilaði sinn síðasta leik á árinu þegar liðið gerði 2:2 jafntefli í vináttuleik við Katar sem fram fór í Belgíu í kvöld. Róðurinn var þungur fyrir Ísland á árinu.

Ísland spilaði 15 leiki á árinu og vann tvo, en það voru tveir vináttuleikir við Indónesíu í byrjun janúar. Fyrri viðureignin fór 6:0 og hin síðari 4:1, en fyrri leikurinn er jafnframt sá eini á árinu 2018 þar sem íslenska liðið hélt hreinu.

Ísland er nú án sigurs í 13 leikjum í röð, en hafa verður í huga að aldrei hefur Ísland spilað jafnmarga leiki gegn sterkum þjóðum á sama árinu. Nægir þar að nefna heimsmeistaramótið í Rússlandi og Þjóðadeildina í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert