Bryndís Lára samdi við Þór/KA

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markvörður úr Þór/KA hefur framlengt samning sinn við Akureyrarliðið að því er fram kemur á heimasíðu félagsins í dag.

Nýi samningur Bryndísar er framlenging á eldri samningi og gildir til næstu þriggja ára. Bryndís Lára gekk til liðs við Þór/KA haustið 2016 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017. Eftir það tímabil ákvað hún að leggja markmannshanska á hilluna og sneri sér að að frjálsum íþróttum.

Hún sneri svo aftur til baka í mark norðanliðsins í vor þegar Helena Jónsdóttir meiddist illa og spilaði ekki meira. Bryndís lék sex leiki með Þór/KA en hún var síðan lánuð til ÍBV þar sem hún lék sjö leiki með sínu gamla liði.

Bryndís Lára, sem er 27 ára gömul, á að baki alls 152 leiki með meistaraflokki, með Ægi, Breiðabliki, ÍBV og Þór/KA.

Tveir erlendir markverðir komu til Akureyrarliðsins í sumar til að leysa þá stöðu hjá félaginu, Johanna Henriksson frá Svíþjóð og Stephanie Bukovec frá Króatíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert