Strákarnir úr leik á EM

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag.
Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U-19 ára lið karla í knattspyrnu náði ekki að vinna sér sæti í milliriðli í undakeppni EM í knattspyrnu í dag.

Ísland gerði 1:1 jafntefli við Moldóvu í lokaumferð riðlakeppninnar í Tyrklandi en á sama tíma unnu Tyrkir 1:0 sigur á Englendingum. England og Tyrkland fara áfram í milliriðil en þau enduðu bæði með 6 stig, Ísland varð í þriðja sætinu með 4 stig og Moldóva rak lestina með 1 stig.

Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, kom Íslendingum yfir á 13. mínútu með sínu öðru marki í riðlakeppninni en Moldóvum tókst að jafna metin fimm mínútum fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert