Joensen heldur kyrru fyrir í Grindavík

René Joensen í leik með Grindavík gegn Breiðabliki í sumar.
René Joensen í leik með Grindavík gegn Breiðabliki í sumar. mbl.is/Eggert

Færeyski landsliðsmaðurinn René Joensen staðfesti eftir leik Færeyja og Möltu í D-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í gærkvöld að hann muni leiki áfram með Grindvíkingum.

Þetta kemur fram á færeyska netmiðlinum in.fo en í sama miðli var haft eftir honum í síðasta mánuði að hann vildi reyna fyrir sér hjá stærra félagi.

Joensen skoraði mark Færeyinga í 1:1 jafntefli gegn Möltu og hann varð markahæsti leikmaður Færeyinga í Þjóðadeildinni þar sem hann skoraði 3 af 10 mörkum þeirra.

Joensen spilaði 22 leiki í deild og bik­ar með Grindvíkingum í sum­ar þar sem hann skoraði þrjú mörk. Hann kom til fé­lags­ins sum­arið 2017 frá Vend­syssel í Dan­mörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert