Adam á förum frá Álasundi

Adam Örn Arnarson í leik með U21 árs landsliðinu.
Adam Örn Arnarson í leik með U21 árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Adam Örn Arnarson verður ekki áfram í herbúðum norska knattspyrnuliðsins Álasunds sem leikur í B-deildinni í Noregi. Þar eru einnig Íslendingarnir Aron Elís Þrándarson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson. 

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins en þar kemur fram að Adam hafi verið ákveðinn í að leita annað ef liðinu tækist ekki að komast upp í efstu deild. 

Adam er 23 ára gamall og lék einn leik með Breiðabliki í efstu deild hér á landi árið 2012. Síðan þá hefur hann verið hjá NEC í Hollandi, Nordsjælland í Danmörku og Álasundi frá 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert