„Kem alls staðar að lokuðum dyrum“

Ingólfur Sigurðsson í leik með uppeldisfélagi sínu, Val.
Ingólfur Sigurðsson í leik með uppeldisfélagi sínu, Val. mbl.is/Golli

Ingólfur Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður, segist vera hættur knattspyrnuiðkun aðeins 25 ára gamall. Ingólfur segir sitt markmið að undanförnu hafa verið að komast að hjá liði í efstu deild á Íslandi en ekki tekist. 

Ingólfur var bráðefnilegur leikmaður eins og knattspyrnuunnendur þekkja og fór ungur í atvinnumennsku hjá Heerenveen.

Andleg veikindi hafa sett svip sinn á knattspyrnuferil hans eins og hann hefur greint frá í viðtölum. Um þessar mundir er til að mynda verið að sýna sjónvarpsþátt um knattspyrnuferil Ingólfs hjá ESPN vestan hafs. 

Ingólfur hefur leikið með nokkrum liðum hérlendis en síðustu árin í neðri deildunum. Í ár var hann spilandi þjálfari hjá Reykjavíkurliðinu KH í 3. deild og var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk í 17 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert