Fyrsta tap Íslendingaliðsins í Ástralíu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. mbl.is/Valli

Adelai­de United, lið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og Fanndísar Friðriksdóttur, tapaði fyrsta leik sínum á keppnistímabilinu í dag þegar liðið tapaði fyrir FC Sydney 5:2 í leik sem tók langan tíma að ljúka. 

Leikurinn fór fram á heimavelli FC Sydney. Í stöðunni 0:0 í fyrri hálfleik var leik frestað vegna veðurs þar sem þrumur og eldingar voru á keppnisstaðnum. 

Þegar leikur hófst að nýju fundu leikmenn heimaliðsins taktinn og unnu stórsigur en lið FC Sydney fór upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. 

Adelaide hefur unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik. Gunnhildur Yrsa var í byrjunarliðinu og lagði upp fyrsta mark leiksins en Fanndís var ekki leikfær vegna meiðsla. 

 Hér má sjá Gunnhildi leggja upp fyrsta mark leiksins og neðar er glæsilegt mark sem Sydney skoraði:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert