Skellum í íslenskan lás

Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Arnardóttir flyst til Stokkhólms í byrjun næsta árs og mun þar leika með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þar mun hún búa við hlið, og vonandi spila við hlið, vinkonu sinnar úr íslenska landsliðinu og Breiðabliki, Ingibjargar Sigurðardóttur, sem átti sinn þátt í því að fá Guðrúnu til Djurgården.

Guðrún er 23 ára gömul, uppalin á Ísafirði en hóf meistaraflokksferilinn með Selfossi árið 2011 og lék svo í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki árin 2012-2018. Á þeim tíma hefur hún orðið Íslandsmeistari tvisvar og bikarmeistari þrisvar. Á veturna hefur hún svo verið í Kaliforníu þar sem hún lék við góðan orðstír með liði Santa Clara-háskólans.

„Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Breiðabliki en eftir tímabilið í ár ákvað ég þó að segja upp samningi mínum við félagið til þess að skoða hvaða möguleika ég hefði, með það í huga að fara út í atvinnumennsku. Ég skoðaði félög á mismunandi stöðum en mér hefur alltaf fundist sænska deildin mjög heillandi. Ég endaði á að tala við Ingibjörgu vinkonu mína og henni líður rosalega vel hjá Djurgården, svo að mér leist mjög vel á þetta og ákvað að taka slaginn þarna,“ segir Guðrún, sem átti einnig í viðræðum við fleiri félög á Norðurlöndunum.

Nánar er rætt við Guðrúnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert