Viðbrigði að byrja undankeppni EM í Andorra

Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í landsliðinu mæta Andorra …
Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í landsliðinu mæta Andorra í fyrsta leik sínum í næstu undankeppni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að hafa leikið á glæsilegum leikvöngum í Moskvu, Volgograd og Rostov í lokakeppni HM síðasta sumar og mætt Sviss, Frakklandi og Belgíu í haust verða það gríðarleg viðbrigði fyrir íslensku landsliðsmennina í knattspyrnu þegar þeir hlaupa inn á látlausan Estadi Nacional-leikvanginn í fjallaríkinu litla Andorra 22. mars 2019.

Þar hefur Ísland undankeppni Evrópumótsins 2020, spilar fyrsta mótsleikinn af tíu á næsta ári, og óhætt er að segja að andstæðurnar við ofangreinda leikvanga og andstæðinga séu gríðarlega miklar.

Þjóðarleikvangur Andorra rúmar aðeins ríflega þrjú þúsund áhorfendur. Þar var þó aðeins einu sinni uppselt á heimaleik Andorra í undankeppni HM 2018. Það var þegar Cristiano Ronaldo og félagar í liði portúgölsku Evrópumeistaranna komu í heimsókn upp í Pýreneafjöllin og þurftu að hafa mikið fyrir því að vinna heimamenn 2:0.

Sigruðu Ungverja

Andorramenn eru afar erfiðir heim að sækja. Þeir skelltu Ungverjum óvænt, 1:0, í sömu undankeppni, gerðu 0:0-jafntefli við Færeyinga og töpuðu 0:1 gegn Lettlandi og 1:2 gegn Sviss í hinum heimaleikjunum.

Í Þjóðadeild UEFA í haust sótti ekkert lið þrjú stig til Andorra. Liðið vann reyndar ekki heldur leik en gerði 0:0-jafntefli við Letta, bæði heima og úti, og 1:1-jafntefli í heimaleikjum sínum við Georgíu og Kasakstan.

Samantekt Víðis um lið Andorra í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert