Fellur metið í Svíþjóð 2019?

Anna Rakel Pétursdóttir hefur samið við Linköping.
Anna Rakel Pétursdóttir hefur samið við Linköping. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir að Anna Rakel Pétursdóttir bættist í hóp íslenskra knattspyrnukvenna í sænsku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019 gæti farið svo að metfjöldi íslenskra leikmanna yrði í deildinni á næsta keppnistímabili.

Anna Rakel, sem er tvítugur vinstri bakvörður eða miðjumaður frá Akureyri, hefur verið í lykilhlutverki í liði Þórs/KA undanfarin ár og hún er nú búin að semja við Linköping, meistarana frá 2016 og 2017, til næstu tveggja ára.

Þar með liggur fyrir að íslenskir leikmenn í deildinni árið 2019 verða í það minnsta átta talsins, tveimur fleiri en undanfarin þrjú tímabil þar sem á hverju ári fyrir sig hafa leikið sex íslenskir leikmenn í deildinni. Þeir voru hinsvegar tíu árið 2012 og níu árin 2009, 2010 og 2015.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert