Margir nýliðar fara til Katar

Eiður Aron Sigurbjörnsson er einn nýliðanna í landsliðshópnum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson er einn nýliðanna í landsliðshópnum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Erik Hamrén þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttulandsleikina tvo gegn Svíþjóð og Kúveit sem fram fara í Katar 11. og 15. janúar.

Í hópnum eru nýliðarnir Eiður Aron Sigurbjörnsson úr Val, Davíð Kristján Ólafsson og Willum Þór Willumsson úr Breiðabliki, Axel Óskar Andrésson úr Reading og Alex Þór Hauksson úr Stjörnunni, og þá eru margir í hópum með örfáa landsleiki.

Einu fastamennirnir úr landsliðinu sem verða með í för eru þeir Birkir Már Sævarsson úr Val og Kári Árnason, leikmaður Genclerbirligi í Tyrklandi. 

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
  7/0 Ingvar Jónsson, Viborg
  4/0 Frederik Schram, Roskilde
  1/0 Anton Ari Einarsson, Val

Varnarmenn:
86/1 Birkir Már Sævarsson, Val
73/6 Kári Árnason, Genclerbirligi
  8/1 Hjörtur Hermannsson, Bröndby
  4/0 Böðvar Böðvarsson, Jagiellonia
  1/0 Adam Örn Arnarson, Aalesund
  0/0 Eiður Aron Sigurbjörnsson, Val
  0/0 Davíð Kristján Ólafsson, Breiðabliki
  0/0 Axel Óskar Andrésson, Reading

Miðjumenn:
24/3 Arnór Smárason, Lilleström
20/0 Eggert Gunnþór Jónsson, SönderjyskE
  5/0 Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga
  3/0 Guðmundur Þórarinsson, Norrköping
  2/0 Aron Elís Þrándarson, Aalesund
  2/0 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni
  1/0 Jón Dagur Þorsteinsson, Vendsyssel
  0/0 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni
  0/0 Willum Þór Willumsson,  Breiðabliki

Sóknarmenn:
  5/1 Óttar Magnús Karlsson, Mjällby
  4/1 Kristján Flóki Finnbogason, Start
  3/1 Andri Rúnar Bjarnason, Helsingborg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert