Thomsen spilar með FH út tímabilið

Jákup Thomsen í leik með FH gegn Stjörnunni á síðustu …
Jákup Thomsen í leik með FH gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð. mbl.is/Valgarður Gíslason

Færeyski knattspyrnumaðurinn Jákup Thomsen er kominn aftur til FH á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabilið.

Thomsen, sem er 22 ára gamall, kom til FH í júlí á síðustu leiktíð að láni frá danska liðinu. Hann kom við sögu í 9 leikjum FH-inga í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 3 mörk.

Thomsen lék í haust sinn fyrsta A-landsleik fyrir Færeyjar en hann á 31 leik að baki með yngri landsliðunum, þar af 17 með 21 árs landsliði eyjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert