Strákarnir unnu Moldóvu

Byrjunarlið U17 ára landsliðs Íslands gegn Moldóvu í dag.
Byrjunarlið U17 ára landsliðs Íslands gegn Moldóvu í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið karla í knattspyrnu vann 1:0-sigur gegn Moldóvu þegar þjóðirnar áttust við á alþjóðlegu móti sem haldið er í Hvíta-Rússlandi.

Það var Benedikt Tristan M. Axelsson, leikmaður AaB í Danmörku, sem skoraði sigurmark leiksins. Ísland mætir Ísrael í síðasta leik riðilsins á fimmtudaginn og í kjölfarið verður leikið um sæti á mótinu. Ísland tapaði fyrir Georgíu á sunnudag, 3:0

Byrjunarlið Íslands í dag var þannig skipað:

Adam Ingi Benediktsson (M)
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Benedikt Tristan Axelsson
Arnór Gauti Jónsson
Ólafur Guðmundsson
Davíð Snær Jóhannsson (F)
Jón Gísli Eyland Gíslason
Valdimar Daði Sævarsson
Guðmundur Tyrfingsson
Hákon Arnar Haraldsson
Eyþór Aron Wöhler

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert